Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29.12.2022 20:44
Fimmta barnið á árinu komið í heiminn Nick Cannon, sjónvarpsmaðurinn sem virðist hafa einsett sér að eignast sem flest börn, eignaðist sitt tólta barn á dögunum. Hann hefur nú eignast fimm börn það sem af er ári. 29.12.2022 18:48
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29.12.2022 18:23
Gefa grænt ljós á kynlífsdúkkur Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. 26.12.2022 14:37
Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. 26.12.2022 11:48
Úkraínskur dróni komst langt inn í Rússland Rússneski herinn skaut niður úkraínskan dróna við Engels herflugvöllinn. Engels er um sex hundruð kílómetra austur af landamærum Rússlands og Úkraínu. 26.12.2022 10:38
Sautján látnir í Japan vegna fannfergis Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum. 26.12.2022 09:47
Rafmagnslaust á Akranesi vegna stórrar bilunar Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi. 26.12.2022 08:23
Stakk af eftir að hafa valdið árekstri Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang. 26.12.2022 07:54