Gefa grænt ljós á kynlífsdúkkur Árni Sæberg skrifar 26. desember 2022 14:37 Kynlífsdúkkumálið endaði á borði þings Suður-Kóreu. Þingmaðurinn Lee Yong-ju mætti með kynlífsdúkku í þingsal máli sínu til stuðnings. Lee Jong-chul/AP Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. Tollyfirvöld í Suður-Kóreu hafa um árabil ekki leyft innflutning kynlífsdúkka með vísan til laga sem heimila bann við innflutningi vara sem ganga í berhögg við hefðir landsins eða almennt siðferði. Í frétt Deutsche Welle um málið segir að Kóreumönnum hafi verið leyft að hefja innflutning kynlífsdúkka sem sýni aðeins ákveðna hluta líkamans í júlí síðastliðnum. „Tollafgreiðsla kynlífsdúkka í fullri stærð og fullorðinsformi er nú heimil,“ segir í tilkynningu tollyfirvalda. Kynlífsdúkkur sem líta út eins og börn eru áfram bannaðar, líkt og víða annars staðar í heiminum. Í tilkynningunni segir að við mat á því hvort kynlífsdúkkur líti út eins og börn verði litið til þátta á borð við heildarútlit, þyngd, hæð og rödd. Innflytjendur hrósa sigri Ákvörðun tollyfirvalda kemur í kjölfar málaferla sem hófust með kæru innflytjenda kynlífstækja. Hæstiréttur Suður-Kóreu dæmdi fyrir fjórum árum að kynlífsdúkkur brytu ekki gegn siðferðisvitund almennings. Innflytjendur vísuðu til þess að kynlífsdúkkur væru aðeins notaðar innan heimila og kæmu almenningi því ekkert við. „Þetta er skynsamleg ákvörðun, þrátt fyrir að hún sé tekin fullseint,“ er haft eftir Lee Sang-jin, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem flytur inn hjálpartæki ástarlífsins. Skattar og tollar Suður-Kórea Kynlíf Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Tollyfirvöld í Suður-Kóreu hafa um árabil ekki leyft innflutning kynlífsdúkka með vísan til laga sem heimila bann við innflutningi vara sem ganga í berhögg við hefðir landsins eða almennt siðferði. Í frétt Deutsche Welle um málið segir að Kóreumönnum hafi verið leyft að hefja innflutning kynlífsdúkka sem sýni aðeins ákveðna hluta líkamans í júlí síðastliðnum. „Tollafgreiðsla kynlífsdúkka í fullri stærð og fullorðinsformi er nú heimil,“ segir í tilkynningu tollyfirvalda. Kynlífsdúkkur sem líta út eins og börn eru áfram bannaðar, líkt og víða annars staðar í heiminum. Í tilkynningunni segir að við mat á því hvort kynlífsdúkkur líti út eins og börn verði litið til þátta á borð við heildarútlit, þyngd, hæð og rödd. Innflytjendur hrósa sigri Ákvörðun tollyfirvalda kemur í kjölfar málaferla sem hófust með kæru innflytjenda kynlífstækja. Hæstiréttur Suður-Kóreu dæmdi fyrir fjórum árum að kynlífsdúkkur brytu ekki gegn siðferðisvitund almennings. Innflytjendur vísuðu til þess að kynlífsdúkkur væru aðeins notaðar innan heimila og kæmu almenningi því ekkert við. „Þetta er skynsamleg ákvörðun, þrátt fyrir að hún sé tekin fullseint,“ er haft eftir Lee Sang-jin, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem flytur inn hjálpartæki ástarlífsins.
Skattar og tollar Suður-Kórea Kynlíf Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira