Gylfi Magnússon kjörinn stjórnarformaður OR Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á framhaldsaðalfundi félagsins í dag. 22.12.2022 13:14
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22.12.2022 11:49
Bókasafni skellt í lás vegna amfetamínreykinga Yfirvöld í borginni Boulder í Kolóradó í Bandaríkjunum hafa ákveðið að loka aðalbókasafni borgarinnar. Ástæðan er einföld, fólk hefur reykt of mikið amfetamín á salernum bókasafnsins. 22.12.2022 11:29
Segir engan í áskrift að mataraðstoð Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir engan í áskrift að mataraðstoð í svari til manns sem gagnrýndi að samtökin myndu ekki aðstoða úkraínskar fjölskyldur á Selfossi frekar á árinu. 22.12.2022 10:15
Yay fer í útrás til Írlands Íslenska fjártæknifyrirtækið Yay hefur samið við írska fjárfestingarfyrirtækið Olympia Capital um uppsetningu, sölu og dreifingu á þjónustu Yay á Írlandi. Yay er helst þekkt fyrir að hafa haldið utan um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið í gegnum gjafabréfakerfi sitt. 21.12.2022 15:52
Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21.12.2022 15:22
Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. 21.12.2022 13:48
H&M hættir með Bieber-línuna eftir skammir frá Bieber Sænski fatarisinn H&M hefur ákveðið að taka allan varning merktan kanadísku stjórstjörnunni Justin Bieber úr sölu. Í gær sagði söngvarinn að varningurinn væri drasl og hvatti fólk til þess að kaupa hann ekki. 21.12.2022 13:16
Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað. 21.12.2022 11:43
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag. 21.12.2022 10:21