Lífið

H&M hættir með Bieber-línuna eftir skammir frá Bieber

Árni Sæberg skrifar
Justin Bieber hrósaði sigri í baráttu við alþjóðlegan fatarisa.
Justin Bieber hrósaði sigri í baráttu við alþjóðlegan fatarisa. Joseph Okpako/Getty

Sænski fatarisinn H&M hefur ákveðið að taka allan varning merktan kanadísku stjórstjörnunni Justin Bieber úr sölu. Í gær sagði söngvarinn að varningurinn væri drasl og hvatti fólk til þess að kaupa hann ekki.

Líkt og Vísir greindi frá í morgun var Bieber alls ekki sáttur með að vera orðinn andlit heillar fatalínu hjá H&M. Hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir notkun persónulíkinda sinna.

Fyrirtækið brást upphaflega við með því að segjast hafa fylgt öllum lögum og reglum hvað varðar notkun á persónulíkindum fólks. Nú greinir breska ríkisútvarpið hins vegar frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta að selja varninginn umdeilda.

„Af virðingu við samstarfið og Justin Bieber höfum við tekið allan varninginn úr sölu, bæði úr verslunum okkar og vefverslun,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×