Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 13:48 Slysið varð í hesthúsahverfinu að Heimsenda í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. Konan krafðist ríflega þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir eftir að hafa fallið af baki árið 2018 þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Hún hafði stundað hestamennsku frá barnsaldri og keppt í hestaíþróttum á nokkrum mótum. Eigandi hestsins var sömuleiðis vön hestakona sem hafði um langa hríð heldið hesta og keppt í hestamennsku. Stúlkan og eigandinn höfðu gert með sér samkomulag um að stúlkan fengi hesthúspláss og fóður fyrir eigin hest í hesthúsum eigandans gegn því að aðstoða í hesthúsinu. Konurnar greindi á um í hverju nákvæmlega sú aðstoð fælist, hvort aðeins væri um aðstoð við mokstur úr stíum og fóðrun hrossanna eða hvort stúlkan hafi átt að hreyfa hesta í eigu eigandans að auki. Flaug á stálgrindargerði Í júní 2018 gerðist það að stúlkan fór út að ríða á baki hests sem henni stóð stuggur af, að eigin sögn. Hún kvaðst hafa verið óörugg á baki honum því henni fannst hann styggur og spenntur. Um leið og stúlkan var komin á bak tók hesturinn á rás frá gerðinu í stungum, eða með hrekkjum, að því er segir í dóminum. Um stund tókst stúlkunni að halda sér á baki hestsins en að endingu snarstoppaði hann fyrir framan stálgrindargerði í hesthúsagötunni. Við það flaug stúlkan af baki og lenti á stálgrindargerðinu. Við það hlaut hún stórt rof á vinstra nýra og var lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var vöktuð í tvo sólarhringa. Eftir skurðaðgerð og rannsóknir kom í ljós að hún hafði tapað um þriðjungi vinstra nýrans og var með skerta nýrnastarfsemi sem því nam. Illt í bakinu og með kvíða Í kjölfar slyssins fór stúlkan að að upplifa verki í mjóbaki. Í rannsóknum komu í ljós töluverðar segulskynsbreytingar í liðböndum milli hryggjarbola á milli fimmta lendhryggjarliðar og spjaldliðar sem taldar voru tengjast slysinu. Hún sótti meðferð hjá sjúkraþjálfara eftir slysið. Þá hafði hún einnig sótt meðferð hjá sálfræðingi sem greindi hana með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Matsmenn mátu stúlkuna með sextán stiga varanlegan miska og sextán prósent varanlega örorku. Vítavert gáleysi að fela barni að ríða hrekkjóttu hrossi Í málinu bar konan sem slasaðist fyrir sig að eigandi hrossins bæri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni hennar með því að sýna af sér saknæma og ólögmæta háttsemi og óforsvaranlegt og hættulegt hafi verið af hálfu stefndu að fela stefnanda að fara á bak hestinum. Eigandanum hafi mátt vera ljóst að hesturinn væri hrekkjóttur og óöruggur og að með engu móti væri réttlætanlegt að setja barn á slíkt hross. Eigandinn fullyrti hins vegar að hrossið hafi verið fulltamið og þægt hross sem hvorki væri hættulegt né hrekkjótt. Þá hafi stúlkan verið vanur knapi sem þekkti hrossið og hafði riðið því áður án nokkurra vandkvæða. Tamningarsérfræðingur kallaður til Dómur í málinu var fjölskipaður og einn dómenda var sérfræðingur í hegðun og tamningu hrossa þar sem helsta ágreiningsefnið í málinu var skapgerð hrossins. Þau vitni sem komu fyrir dóminn sögðu öll nema eitt að hrossið hafi ýmist verið hrekkjótt, næmt eða stressað. Ekkert þeirra bar þó um að hrossið væri lítið tamið. Með vísan til vitnisburðar taldi fjölskipaður dómurinn að ekki væri komin fram sönnun um að hesturinn væri lítið taminn eða ekki fulltaminn þannig að hann teldist hættulegur eða varhugaverður af þeim sökum. Þá var ekki talið að skapgerð hestsins hafi gert það að verkum að ekki hafi verið réttlætanlegt af eigandanum að leyfa stúlkunni að fara á bak honum. Með vísan til þess, meðal annars, taldi dómurinn að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem bakaði eiganda hestsins ekki bótaskyldu. Því var eigandinn sýknaður af öllum kröfum konunnar. Málskostnaður málsins var felldur niður og gjafsóknarkostnaður konunnar 1,2 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Hestar Hestaíþróttir Kópavogur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Konan krafðist ríflega þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir eftir að hafa fallið af baki árið 2018 þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Hún hafði stundað hestamennsku frá barnsaldri og keppt í hestaíþróttum á nokkrum mótum. Eigandi hestsins var sömuleiðis vön hestakona sem hafði um langa hríð heldið hesta og keppt í hestamennsku. Stúlkan og eigandinn höfðu gert með sér samkomulag um að stúlkan fengi hesthúspláss og fóður fyrir eigin hest í hesthúsum eigandans gegn því að aðstoða í hesthúsinu. Konurnar greindi á um í hverju nákvæmlega sú aðstoð fælist, hvort aðeins væri um aðstoð við mokstur úr stíum og fóðrun hrossanna eða hvort stúlkan hafi átt að hreyfa hesta í eigu eigandans að auki. Flaug á stálgrindargerði Í júní 2018 gerðist það að stúlkan fór út að ríða á baki hests sem henni stóð stuggur af, að eigin sögn. Hún kvaðst hafa verið óörugg á baki honum því henni fannst hann styggur og spenntur. Um leið og stúlkan var komin á bak tók hesturinn á rás frá gerðinu í stungum, eða með hrekkjum, að því er segir í dóminum. Um stund tókst stúlkunni að halda sér á baki hestsins en að endingu snarstoppaði hann fyrir framan stálgrindargerði í hesthúsagötunni. Við það flaug stúlkan af baki og lenti á stálgrindargerðinu. Við það hlaut hún stórt rof á vinstra nýra og var lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var vöktuð í tvo sólarhringa. Eftir skurðaðgerð og rannsóknir kom í ljós að hún hafði tapað um þriðjungi vinstra nýrans og var með skerta nýrnastarfsemi sem því nam. Illt í bakinu og með kvíða Í kjölfar slyssins fór stúlkan að að upplifa verki í mjóbaki. Í rannsóknum komu í ljós töluverðar segulskynsbreytingar í liðböndum milli hryggjarbola á milli fimmta lendhryggjarliðar og spjaldliðar sem taldar voru tengjast slysinu. Hún sótti meðferð hjá sjúkraþjálfara eftir slysið. Þá hafði hún einnig sótt meðferð hjá sálfræðingi sem greindi hana með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Matsmenn mátu stúlkuna með sextán stiga varanlegan miska og sextán prósent varanlega örorku. Vítavert gáleysi að fela barni að ríða hrekkjóttu hrossi Í málinu bar konan sem slasaðist fyrir sig að eigandi hrossins bæri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni hennar með því að sýna af sér saknæma og ólögmæta háttsemi og óforsvaranlegt og hættulegt hafi verið af hálfu stefndu að fela stefnanda að fara á bak hestinum. Eigandanum hafi mátt vera ljóst að hesturinn væri hrekkjóttur og óöruggur og að með engu móti væri réttlætanlegt að setja barn á slíkt hross. Eigandinn fullyrti hins vegar að hrossið hafi verið fulltamið og þægt hross sem hvorki væri hættulegt né hrekkjótt. Þá hafi stúlkan verið vanur knapi sem þekkti hrossið og hafði riðið því áður án nokkurra vandkvæða. Tamningarsérfræðingur kallaður til Dómur í málinu var fjölskipaður og einn dómenda var sérfræðingur í hegðun og tamningu hrossa þar sem helsta ágreiningsefnið í málinu var skapgerð hrossins. Þau vitni sem komu fyrir dóminn sögðu öll nema eitt að hrossið hafi ýmist verið hrekkjótt, næmt eða stressað. Ekkert þeirra bar þó um að hrossið væri lítið tamið. Með vísan til vitnisburðar taldi fjölskipaður dómurinn að ekki væri komin fram sönnun um að hesturinn væri lítið taminn eða ekki fulltaminn þannig að hann teldist hættulegur eða varhugaverður af þeim sökum. Þá var ekki talið að skapgerð hestsins hafi gert það að verkum að ekki hafi verið réttlætanlegt af eigandanum að leyfa stúlkunni að fara á bak honum. Með vísan til þess, meðal annars, taldi dómurinn að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem bakaði eiganda hestsins ekki bótaskyldu. Því var eigandinn sýknaður af öllum kröfum konunnar. Málskostnaður málsins var felldur niður og gjafsóknarkostnaður konunnar 1,2 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Hestar Hestaíþróttir Kópavogur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira