Þór verður Grímseyingum innan handar Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. 10.9.2022 18:09
Magnús Norðdahl er látinn Magnús Norðdahl, flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi lést á heimili sínu á fimmtudaginn, 94 ára að aldri. 10.9.2022 17:17
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6.9.2022 22:12
Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. 6.9.2022 20:35
Streymi Rúv lá niðri Samkvæmt tilkynningu á vef Ríkisútvarpsins lá allt streymi á vef og í appi niðri um stund áðan. Bilunin gæti varla hafa orðið á verri tíma nú þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur upp á sæti á heimsmeistaramóti. 6.9.2022 19:22
Hildur segir sig úr stjórn til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur fært sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur yfir í stjórn Faxaflóahafna. Ástæðan er kjör eiginmanns hennar í stjórn Sýnar og mögulegir hagsmunaárekstrar sem því fylgja. 6.9.2022 18:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordæmalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6.9.2022 18:01
Ný kirkja risin í Grímsey Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. 6.9.2022 17:45
Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu. 6.9.2022 07:38
Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5.9.2022 23:15
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti