Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kourani þurfti undan­þágu til að heita Jóhannes­son

Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes.

Fá hundrað milljónir til að þróa gervi­greind

Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur.

Styrkás kaupir Kraft

Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja.

Land­taka Ísraela í Palestínu ó­lög­mæt

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt.

Mikil­vægt að til­kynna al­var­leg at­vik

Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft.

Bilun á heims­vísu og að­stæður hjólhýsabúa

Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða.

Leggur til at­kvæða­greiðslu um Evrópu­sam­bandið fyrir kosningar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna.

Sjá meira