Festi fær að kaupa Lyfju Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á. 14.6.2024 14:51
Gríska húsinu lokað Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær. 14.6.2024 14:05
Byggðakvótakerfið úr sér gengið Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. 14.6.2024 13:34
Kynna 150 aðgerðir í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt. 14.6.2024 13:30
Selja höfuðstöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu. 14.6.2024 11:08
Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir. 13.6.2024 16:04
Grunur um mansal á Gríska húsinu Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. 13.6.2024 15:52
Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. 13.6.2024 14:46
Lögregluaðgerð á veitingastað í miðbænum Lögregla er að störfum við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn vegfaranda var einn leiddur út af staðnum í járnum. 13.6.2024 12:06
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði sex sinnum meira en íslenskum Alls voru 78.259 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní síðastliðinn og þeim fjölgaði um 3.836 frá 1. desember 2023 eða um 5,2 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 659 eða um 0,2 prósent. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæplega sex fyrir hvern íslenskan. 13.6.2024 11:54