Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 16:47 Guðmundur Ingi vill að Kourani verði náðaður. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34