Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 10:24 Hagaey er meðal stærstu eyja í Þjórsá en hún mun að stórum hluta fara í kaf þegar að Hvammsvirkjun rís. vísir/lýður Valberg Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar um kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda en aðalkrafa þeirra er að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi. Úrskurðað verður um þá kröfu síðar. Málið varðar framkvæmdaleyfi Rangárþings ytra til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun, sem veitt var um miðjan ágúst. Með samþykkt sveitarstjórnarinnar féll fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi um leið. Leyfið tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarveg og hafa því ekki bein né óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til sex mánaða til undirbúningsframkvæmda fyrr í ágúst. Eftir að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti framkvæmdaleyfið var hægt að halda framkvæmdum áfram á ný. Þær voru stöðvaðar í lok júlí eftir að úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti kröfu landeigenda. Daginn eftir að framkvæmdaleyfið var veitt kærðu náttúruverndarsamtökin NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands ákvörðun sveitarstjórnarinnar. Þau kröfuðust þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að fallist yrði á að þátttökuréttur sá sem almenningi var veittur við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á grunnvatn og eldhraun hefði ekki samrýmst löggjöf um mat á umhverfisáhrifum, lögum um náttúruvernd og lögum um stjórn vatnamála. Einnig var þess krafist að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni, en til vara að efnisvinnsla í fyrirhuguðum frárennslisskurði yrði stöðvuð. Ákvæðið skýrt þröngt Í niðurstöðu nefndarinnar, um kröfu um stöðvun framkvæmda, segir að kæra til nefndarinnar fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Kærandi geti þó krafist úrskurðar um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða séu þær hafnar eða yfirvofandi. Um undantekningu sé að ræða frá þeirri meginreglu sem fram kemur í stjórnsýslulögum að kæra fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Beri að skýra ákvæðið þröngt og því verði að vera ríkar ástæður eða veigamikil rök fyrir ákvörðun um að fallast á kröfu um stöðvun framkvæmda. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komi fram að í málum sem varði framkvæmdir sem hafi áhrif á umhverfið kunni kæruheimild að verða þýðingarlaus ef úrskurðarnefndin hafi ekki heimild til að fresta réttaráhrifum hennar, þó sé mikilvægt að gætt sé að því að efnislegar forsendur liggi að baki kæru, það er að horft sé til þess hversu líklegt sé að kæra breyti efni ákvörðunar. Umhverfissamtök mega kæra Í úrskurðinum segir að umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta þegar um er að ræða ákvarðanir um að veita leyfi vegna framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Kærendur uppfylli þessi skilyrði samkvæmt gögnum sem úrskurðarnefndin hafi kynnt sér og verði þeim því játuð aðild að máli þessu. Hafna verði sjónarmiðum Rangárþings ytra þess efnis að framkvæmdir þær sem um ræðir falli ekki undir ákvæði laga um umhverfismat eða eldri laga sama efnis. Þá segir að hafin sé vinna við stærstan hluta frárennslisskurðar virkjunar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum. Skurðurinn sé mótaður, tekið sé fullt þversnið hans en hvorki í fulla dýpt eða lengd og það efni sem losnar sé notað í vegi og plön á framkvæmdasvæðinu eða haugsett. Leyfðar undirbúningsframkvæmdir felist auk þess í uppsetningu vinnubúða og lagningu aðkomuvegar og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis sem og efnisvinnslu og framkvæmdum við raf-, fjar- og hitavatnsveitu fyrir vinnubúðir og framkvæmdasvæði. Landsvirkjun ber áhættuna Í úrskurðinum segir að af gögnum málsins virðist ljóst að framkvæmdir samkvæmt hinu kærða framkvæmdaleyfi séu yfirstandandi og áætlað sé að þeim verði lokið í síðasta lagi í janúar á ári komandi. Vænta megi efnisúrskurðar í málinu fyrir þann tíma. Þá séu þær breyttu aðstæður fyrir hendi nú miðað við þær sem voru þegar kveðinn var upp bráðabirgðaúrskurður í fyrra máli nefndarinnar, að því er virðist um öldungis sömu framkvæmdir, að fyrir liggi leyfi sérhæfðs leyfisveitanda, Umhverfis- og orkustofnunar, samkvæmt nýbreyttum raforkulagögum, það er virkjunarleyfi til bráðabirgða, frá 11. ágúst 2025. Jafnvel þótt ýmis álitaefni séu uppi í málinu, sem þarfnist nánari athugunar og telja verði efnisleg rök að baki kæru verður eigi hjá því litið að áhrifasvæði framkvæmdanna hafi þegar verið raskað, verulegt fjárhagslegt tjón geti hlotist af stöðvun framkvæmda fyrir Landsvirkjun og að framkvæmdirnar virðist vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Verður því ekki talið að fullnægt sé skilyrðum laga um úrskurðarnefndina til stöðvunar framkvæmda. „Rétt er að taka fram að leyfishafi ber áhættu af úrslitum kærumálsins kjósi hann að halda framkvæmdum áfram áður en niðurstaða máls þessa liggur fyrir,“ segir í lok úrskurðar. Deilur um Hvammsvirkjun Úrskurðar- og kærunefndir Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar um kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda en aðalkrafa þeirra er að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi. Úrskurðað verður um þá kröfu síðar. Málið varðar framkvæmdaleyfi Rangárþings ytra til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun, sem veitt var um miðjan ágúst. Með samþykkt sveitarstjórnarinnar féll fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi um leið. Leyfið tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarveg og hafa því ekki bein né óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til sex mánaða til undirbúningsframkvæmda fyrr í ágúst. Eftir að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti framkvæmdaleyfið var hægt að halda framkvæmdum áfram á ný. Þær voru stöðvaðar í lok júlí eftir að úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti kröfu landeigenda. Daginn eftir að framkvæmdaleyfið var veitt kærðu náttúruverndarsamtökin NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands ákvörðun sveitarstjórnarinnar. Þau kröfuðust þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að fallist yrði á að þátttökuréttur sá sem almenningi var veittur við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á grunnvatn og eldhraun hefði ekki samrýmst löggjöf um mat á umhverfisáhrifum, lögum um náttúruvernd og lögum um stjórn vatnamála. Einnig var þess krafist að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni, en til vara að efnisvinnsla í fyrirhuguðum frárennslisskurði yrði stöðvuð. Ákvæðið skýrt þröngt Í niðurstöðu nefndarinnar, um kröfu um stöðvun framkvæmda, segir að kæra til nefndarinnar fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Kærandi geti þó krafist úrskurðar um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða séu þær hafnar eða yfirvofandi. Um undantekningu sé að ræða frá þeirri meginreglu sem fram kemur í stjórnsýslulögum að kæra fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Beri að skýra ákvæðið þröngt og því verði að vera ríkar ástæður eða veigamikil rök fyrir ákvörðun um að fallast á kröfu um stöðvun framkvæmda. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komi fram að í málum sem varði framkvæmdir sem hafi áhrif á umhverfið kunni kæruheimild að verða þýðingarlaus ef úrskurðarnefndin hafi ekki heimild til að fresta réttaráhrifum hennar, þó sé mikilvægt að gætt sé að því að efnislegar forsendur liggi að baki kæru, það er að horft sé til þess hversu líklegt sé að kæra breyti efni ákvörðunar. Umhverfissamtök mega kæra Í úrskurðinum segir að umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta þegar um er að ræða ákvarðanir um að veita leyfi vegna framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Kærendur uppfylli þessi skilyrði samkvæmt gögnum sem úrskurðarnefndin hafi kynnt sér og verði þeim því játuð aðild að máli þessu. Hafna verði sjónarmiðum Rangárþings ytra þess efnis að framkvæmdir þær sem um ræðir falli ekki undir ákvæði laga um umhverfismat eða eldri laga sama efnis. Þá segir að hafin sé vinna við stærstan hluta frárennslisskurðar virkjunar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum. Skurðurinn sé mótaður, tekið sé fullt þversnið hans en hvorki í fulla dýpt eða lengd og það efni sem losnar sé notað í vegi og plön á framkvæmdasvæðinu eða haugsett. Leyfðar undirbúningsframkvæmdir felist auk þess í uppsetningu vinnubúða og lagningu aðkomuvegar og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis sem og efnisvinnslu og framkvæmdum við raf-, fjar- og hitavatnsveitu fyrir vinnubúðir og framkvæmdasvæði. Landsvirkjun ber áhættuna Í úrskurðinum segir að af gögnum málsins virðist ljóst að framkvæmdir samkvæmt hinu kærða framkvæmdaleyfi séu yfirstandandi og áætlað sé að þeim verði lokið í síðasta lagi í janúar á ári komandi. Vænta megi efnisúrskurðar í málinu fyrir þann tíma. Þá séu þær breyttu aðstæður fyrir hendi nú miðað við þær sem voru þegar kveðinn var upp bráðabirgðaúrskurður í fyrra máli nefndarinnar, að því er virðist um öldungis sömu framkvæmdir, að fyrir liggi leyfi sérhæfðs leyfisveitanda, Umhverfis- og orkustofnunar, samkvæmt nýbreyttum raforkulagögum, það er virkjunarleyfi til bráðabirgða, frá 11. ágúst 2025. Jafnvel þótt ýmis álitaefni séu uppi í málinu, sem þarfnist nánari athugunar og telja verði efnisleg rök að baki kæru verður eigi hjá því litið að áhrifasvæði framkvæmdanna hafi þegar verið raskað, verulegt fjárhagslegt tjón geti hlotist af stöðvun framkvæmda fyrir Landsvirkjun og að framkvæmdirnar virðist vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Verður því ekki talið að fullnægt sé skilyrðum laga um úrskurðarnefndina til stöðvunar framkvæmda. „Rétt er að taka fram að leyfishafi ber áhættu af úrslitum kærumálsins kjósi hann að halda framkvæmdum áfram áður en niðurstaða máls þessa liggur fyrir,“ segir í lok úrskurðar.
Deilur um Hvammsvirkjun Úrskurðar- og kærunefndir Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira