Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks. 30.10.2024 11:49
Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Félagsfundur Sósíalista í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista í gær. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari. 30.10.2024 10:51
Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar. 30.10.2024 09:06
Tala látinna á Spáni hækkar hratt 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. 30.10.2024 08:11
Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og Samstöðvarinnar, verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 30.10.2024 07:26
Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. 29.10.2024 12:31
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29.10.2024 12:02
Bergþór, Nanna og Eiríkur leiða í Suðvestur Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er oddviti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur er í öðru sæti og Eiríkur S. Svavarsson lögmaður í því þriðja. 29.10.2024 11:00
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29.10.2024 10:29
Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. 29.10.2024 10:16