Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. 5.1.2025 09:31
Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4.1.2025 08:00
Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3.1.2025 16:31
„Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3.1.2025 09:03
Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. 3.1.2025 08:02
Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Nýjustu útreikningar ofurtölvu tölfræðiveitunnar Opta gefa til kynna að rétt rúmlega níutíu og eitt prósent líkur séu á því að Liverpool standi uppi sem Englandsmeistari að loknu yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. 30.12.2024 12:31
Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. 30.12.2024 11:32
Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri liðsins, lætur það ekki eyðileggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góðverk og gladdi ungan stuðningsmann félagsins á dögunum. 30.12.2024 11:01
Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur boðið þremur þjálfurum í viðtal um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson er einn þeirra þjálfara en bæði er um að ræða íslenska og erlenda þjálfara. 27.12.2024 16:36
Telur daga McGregor í UFC talda Óvíst er hvort eða hvenær írski bardagakappinn Conor McGregor muni snúa aftur í UFC bardagabúrið. Fyrrverandi UFC bardagakappi telur engar líkur á því að McGregor, sem nýlega var dæmdur sekur í kynferðisbrotamáli, muni snúa aftur í baradagabúrið. 27.12.2024 11:02