Lars fylgist grannt með íslenska landsliðinu Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum brösótta tíma í ár. Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðarssonar. 14.12.2023 11:01
Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. 14.12.2023 07:30
Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. 12.12.2023 07:30
Konur eru ekki litlir karlar Sólveig Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi, er ein þeirra sem stendur að baki rannsókn sem vakið hefur athygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvennaboltanum. Rannsóknin snýr að heilsufari leikmanna í deildinni en þekking okkar á kvennaknattspyrnunni er afar takmörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknattspyrnunni og aðeins 7% gagna í knattspyrnuheiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknattspyrnu. 11.12.2023 08:47
Fanney með fótboltaheila og getur náð heimsklassa Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg. 7.12.2023 09:00
Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. 7.12.2023 08:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6.12.2023 12:00
Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. 6.12.2023 08:01
Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. 1.12.2023 08:01
KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. 30.11.2023 15:58