Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 13:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur ekki stórar áhyggjur af þátttöku landsliðskvenna á móti í sjö manna bolta í Portúgal Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira