Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag. 30.10.2025 07:52
Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 8,2 milljarðar króna samanborið við 7,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 16,0 prósent á fjórðungnum, samanborið við 16,1 prósent á sama tíma í fyrra. 30.10.2025 07:32
Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. 30.10.2025 07:12
Góður grunnur en ekki nóg til að opna Snjó kyngdi niður í Bláfjöllum líkt og annars staðar á suðvesturhorninu í gær og í fyrrinótt og má ljóst vera að styttist í að hægt verði að opna svæðið fyrir skíðaiðkun. 29.10.2025 12:54
Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. 29.10.2025 09:54
Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. 29.10.2025 08:03
Þriðju kosningarnar á fjórum árum Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. 29.10.2025 07:31
Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. 28.10.2025 13:34
Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta. 28.10.2025 10:06
Jónas Már til Réttar Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar. 28.10.2025 09:08