Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. 21.11.2025 14:44
Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 21 mánaðar fangelsi fyrir smygl á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Konan hafði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. 21.11.2025 14:12
Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup. 21.11.2025 13:43
Sveinn Óskar leiðir listann áfram Sveinn Óskar Sigurðsson, núverandi oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. 21.11.2025 12:23
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. 21.11.2025 10:56
Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. 21.11.2025 10:30
Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. 21.11.2025 10:23
Ráðin bæjarritari í Hveragerði Steinunn Erla Kolbeinsdóttir hefur verið ráðin bæjarritari Hveragerðisbæjar. 21.11.2025 10:06
Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þrjár lóðir hlutu þar viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarlóðir og þá fengu þrjú hús viðurkenningu fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. 21.11.2025 08:12
Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, ungfrú Mexíkó, sigraði í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega athygli þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæslunni á hana. 21.11.2025 07:40