varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fólk sýni var­kárni á Brúnni milli heims­álfa og á Vala­hnúk

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa.

Dvöldu í húsum í eldri byggð Súða­víkur þvert á bann

Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu.

All­hvöss norðan­átt og víða erfið færð norðan­til

Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

For­dæma harka­lega á­rás Rússa á Sumy

Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu.

Hluta­bréfa­verð í Asíu hækkar

Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum.

Mario Vargas Llosa fallinn frá

Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Leikskóla­stjórinn hættur eftir „persónu­legt ein­elti“

Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum.

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný

Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.

Sjá meira