Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. 9.10.2025 10:28
Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. 9.10.2025 07:47
Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9.10.2025 07:40
Fer að rigna og bætir í vind Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi suðvestanátt, fimm til þrettán metrum á sekúndu eftir hádegi og fer þá að rigna, fyrst suðvestanlands. Það mun svo bæta í vind í kvöld og nótt. 9.10.2025 07:10
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8.10.2025 10:05
Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. 8.10.2025 08:46
Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. 8.10.2025 08:30
Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og með suðurströnd landsins vegna vestan hvassviðris eða storms. Spáð er mikilli ölduhæð við Faxaflóa eftir hádegi í dag og talsverðum áhlaðanda. Þar sem einnig er stórstreymt getur sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni. 8.10.2025 06:48
Átján sagt upp í Seljahlíð Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð. 8.10.2025 06:31
Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hófu tveggja daga ríkisheimsókn til Finnlands í gær. Dagskráin var þétt þar sem forsetinn átti meðal annars fund með Finnlandsforseta, forsætisráðherra Finnlands og forseta þingsins. 8.10.2025 06:15