Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Mannauðsdagurinn er haldinn árlega af Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, og verður bein útsending frá Hörpu milli klukkan 8 og 13 með viðtölum við fyrirlesara og fleiri einstaklinga um mannauðsmál. 4.10.2024 08:01
Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Gabríel Ingimarsson hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar og hefur hann því aftur snúið heim til Hríseyjar eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel. 4.10.2024 07:53
Stormur við suðausturströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 4.10.2024 07:16
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3.10.2024 13:31
Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent. 3.10.2024 12:28
Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Arion banka sem hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Rætt verður við formann Neytendasamtakanna, sem fagnar þessu, en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. 3.10.2024 11:40
Engar hópuppsagnir í september Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði. 3.10.2024 10:25
Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Þjóðskrá hefur minnt Íslendinga sem búsettir eru erlendis og vilja vera tekna á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 að senda inn umsókn um slíkt fyrir 1. desember næstkomandi. Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. 3.10.2024 08:49
Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum. 3.10.2024 08:34
Víða rigning eða slydda Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag og má víða reikna með norðaustankalda eða strekkingi og rigningu eða slyddu með köflum. Spáð er snjókomu til fjalla norðanlands. 3.10.2024 07:11