varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allar hug­myndir um verk­falls­að­gerðir á ís

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum.

Wat­son skal á­fram sæta gæslu­varð­haldi

Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 

Bein út­sending: Ás­geir og Rann­veig rök­styðja lækkunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að lækka stýrivaxti á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árs­lok 2020

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.

Leikarinn John Amos látinn

Bandaríski leikarinn John Amos er látinn, 84 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril sem leikari þar sem hann fór meðal annars með hlutverk hins fullorðna Kunta Kinte í þáttunum Roots og illmennisins Major Grant í Die Hard 2.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins aldrei mælst minna

Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast.

Víða rigning með köflum

Hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu í dag þar sem áttin verður suðvestlæg, yfirleitt gola eða kaldi og rigning með köflum. Þó má gera ráð fyrir að þurrt verði að mestu á Suðaustur- og Austurlandi fram undir kvöld.

Upp­sagnir hjá ÁTVR

Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Sjá meira