Veður

Gular við­varanir vegna norð­austan hríðar

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir taka gildi á hádegi á morgun og gildi til klukkan sex á fimmtudagsmorgni.
Gular viðvaranir taka gildi á hádegi á morgun og gildi til klukkan sex á fimmtudagsmorgni. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna norðaustan hríðar sem skellur á landið á morgun.

Á vef Veðurstofunnar segir að gular viðvaranir taki gildi á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra á hádegi á morgun og gildi til klukkan sex á fimmtudagsmorgni.

Reikna má með norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, en sums staðar hvassara í vindstrengjum.

Búast má við lélegu skyggni og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Vegfarendur hvattir til þess að sýna varkárni.


Tengdar fréttir

Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld

Útlit er fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag þar sem áttin verður breytileg – gola eða kaldi – og víða bjart. Líkur á einhverjum éljum við ströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×