varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Brotist inn í til­kynningar­þjónustu Sporta­bler

Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu.

Matador-höfundurinn Lise Nørga­ard látin

Danski blaðamaðurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Lise Nørgaard, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa verið höfundur Matador-þáttanna, er látin. Hún lést í gær, 105 ára að aldri.

Þór­dís Björk skellti sér á skeljarnar á mið­nætti

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka.

Marta sakar full­trúa meiri­hlutans um ein­ræðis­til­burði

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi.

Sjá meira