Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22.12.2022 09:58
Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. 22.12.2022 08:03
Sagður ætla að selja réttinn fyrir 200 milljónir dala Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er sagður ætla að bætast í hóp tónlistarmanna á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks, sem hafa á síðustu árum selt réttinn á tónlist sinni til fyrirtækja. 22.12.2022 07:43
Frost að fjórtán stigum Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag og á morgun, Þorláksmessu. Reikna má með dálitlum éljum norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Þó eru um að él gætu slæðst inn á Suðurland annað kvöld. 22.12.2022 07:10
Ráðin forstöðukona kennslusviðs HR Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. 21.12.2022 14:51
Diljá aðstoðar Dag Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 21.12.2022 13:25
Leikstjóri Flash Gordon fallinn frá Breski leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Hodges, er látinn, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. 21.12.2022 12:04
Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti. 21.12.2022 11:02
Skjálfti 3,4 að stærð við Krýsuvík Skjálfti 3,4 að stærð varð við Krýsuvík klukkan 10:13 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 21.12.2022 10:38
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21.12.2022 09:53
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti