Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Ævintýrasmíð bestu vin­kvenna með sama barns­föður

Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander.

Fékk sam­visku­bit eftir mann­skæðasta flug­slys ís­lenskrar flug­sögu

„Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing.

„Ef ég ætti að giska held ég að tölvurnar hafi verið notaðar“

„Við vorum engir sérfræðingar á rafmynt á þessum tíma. Við lærðum mjög mikið á mjög skömmum tíma,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem á sínum tíma rannsakaði Bitcoin-málið svokallaða og sótti það fyrir dómstólum.

Lætur draum látins eigin­manns síns rætast á Ís­landi

„Ég veit að hann á eftir að vera með okkur í anda,“ segir Sinéad Nolan Martin, 27 ára gömul kona frá Englandi í samtali við Vísi en í næsta mánuði mun hún leggja af stað í 40 kílómetra göngu frá Nesjavöllum til Þingvalla. Þannig hyggst hún heiðra minningu eiginmanns síns, Harry Martin, sem lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2021, einungis 25 ára gamall. Einn stærsti draumur Harry þegar hann var á lífi var að heimsækja Ísland.

Fengu nóg af Ís­landi, seldu allt og héldu í ó­vissu­ferð

Fyrir tæpum fimmtán mánuðum ákváðu hjónin Gunnlaugur Hólm Sigurðsson og Anna Málfríður að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi. Þau seldu allar sínar eigur, fluttu um borð í nítján ára gamlan húsbíl ásamt Yorkshire terrier hundinum sínum og lögðu af stað í flakk um Evrópu.

Eini fatlaði starfs­maðurinn hjá Netflix

„Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix.

Lést viku eftir frum­sýningu Útkalls: „Hann var svo þakk­látur að fá að faðma bjargvættinn sinn“

„Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi.

„Ég get ekki meir“

„Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld.

Ómar bjargaði lífi fimm ein­stak­linga

Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf.

Sjá meira