Íslenskur faðir hræddur um líf sitt eftir árásir unglingspilta „Mér finnst erfitt að trúa því að unglingar í dag geti verið svona hættulegir. Þetta eru ekki bara einhverjir strákar að fíflast. Þetta er komið á það stig að ég er í alvörunni hræddur um líf mitt, og ég er líka hræddur um konuna mína og barnið mitt,“ segir Daníel Viðar Hólm sem búsettur er í Árósum í Danmörku en hann varð í tvígang fyrir aðkasti og árásum af hálfu unglingahóps sem ógnuðu honum með hníf og hótuðu honum lífláti. 26.8.2023 08:00
Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. 21.8.2023 16:29
Mínimalískur lífstíll íslenskrar fjölskyldu vekur athygli erlendis Dagbjört Jónsdóttir byrjaði að taka upp mínimalískan lífsstíl fyrir tíu árum eftir að henni ofbauð hversu mörgum hlutum hún og fjölskylda hennar höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Síðan þá hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu og í dag á hver fjölskyldumeðlimur til að mynda einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. 21.8.2023 08:00
„Það hvarflaði ekki að neinum sem sá mig að eitthvað væri að hrjá mig” „Parkinson læðist að manni eins og draugur um nótt. Þú áttar þig ekki á truflunum af hans völdum fyrr en þær eru farnar að íþyngja þér verulega,“ segir Sigrún Jónsdóttir en hún greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir átta árum, þá rétt rúmlega fimmtug. 20.8.2023 20:02
Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20.8.2023 08:00
Styðja við Hjördísi sem missti fæturna í kjölfar sýklasóttarlosts: „Hjördís er okkar besta kona“ Hjördís Árnadóttir veiktist skyndilega árið 2011 og var lögð inn á spítala eftir sólarhrings veikindi. Í ljós kom að hún var með svæsna sýklasótt sem leiddi til sýklasóttarlosts og þess vegna varð að taka af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Hún var þá einstæð, þriggja barna móðir og var veik í langan tíma. Veikindi leiddu til örorku og heilsutjóns sem hún er enn að berjast hetjulegri baráttu við. 19.8.2023 13:23
Leiðir draugagöngu um miðborgina Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur. Í kvöld mun Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og sagnakona, fara fyrir draugagöngu um miðborg Reykjavíkur. Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar. 17.8.2023 14:11
Allt sem þú þarft að vita um dagskrána á Menningarnótt Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg næstkomandi laugardag, þann 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 17.8.2023 08:00
Íslendingur með dólgslæti handtekinn í Póllandi Íslenskur karlmaður var handtekinn í pólsku borginni Gdansk síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að hann ruddist drukkinn inn á hótel í miðborginni og olli skemmdum. 14.8.2023 08:01
Hittust fyrir tilviljun í flugvél Icelandair og eru í dag hjón Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón. 13.8.2023 20:00