Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 10.6.2023 15:54
Segja ákvörðunina eiga eftir að eyðileggja allt samstarf Rússlands og Íslands And-rússneskum ákvörðunum íslenskra ráðamanna verður óhjákvæmilega svarað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið birti í dag í kjölfar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, senda sendiherra Rússlands á Íslandi heim og draga þar með úr diplómatískum samskiptum ríkjanna. 10.6.2023 15:17
Saka Þorgerði Katrínu um rógburð og krefjast afsökunarbeiðni Samtök fyrirtækja í landbúnaði segja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi í gær að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. 10.6.2023 15:05
Lýst eftir 46 ára karlmanni í tengslum við rannsókn lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Krzystof Dariusz Krzeminski, 46 ára, vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 10.6.2023 14:56
Íslendingur ákærður fyrir líkamsárás og rán í Danmörku 33 ára Íslendingur var handtekinn vegna líkamsárásar og ráns í dönsku borginni Hróarskeldu þann 8. júní síðastliðinn. 10.6.2023 13:43
Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. 10.6.2023 12:02
Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu. 10.6.2023 10:59
Maður handtekinn vegna hótana Maður var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í nótt vegna hótana. Talið er að hann hafi verið vopnaður. 10.6.2023 10:10
Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. 4.6.2023 10:00
Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. 4.6.2023 09:12