„Þetta er eitthvað sem hann lifir með, og lærir að lifa með“ „Maður rekur sig á ýmsa hluti sem maður getur ekkert gert. Maður er alltaf lengur að klæða sig og það er stórmal að klæða sig stundum,"segir Guðjón Jónsson fyrrverandi veggfóðrara- og dúklagningameistari en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir sextán árum. 18.5.2023 20:00
Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18.5.2023 08:30
Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ 14.5.2023 21:01
„Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá“ „Fyrst upp í rúm, svo er farið á stefnumót. Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá eða hversu marga bólfélaga það á. Í mörgum löndum er venjan að karlmaður bjóði konu á stefnumót og reyni að ganga í augun á henni. En á Íslandi skiptir kyn eiginlega ekki máli þegar kemur að viðreynslu, það veltur á því hvor einstaklingurinn hefur áhuga á hinum. Þegar kemur að fyrsta stefnumóti er oftast um tvo kosti að velja: keyra um í hringi eða stunda kynlíf.“ 14.5.2023 20:01
„Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. 13.5.2023 07:01
Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. 7.5.2023 13:01
Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7.5.2023 07:01
Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. 2.5.2023 15:56
Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“ Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland. 2.5.2023 07:01
Grunaðir um að hafa smyglað dópi til Íslands í bílapörtum Hollenskir bræður eru grunaðir um að hafa sett upp smyglleið á fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Málið teygir anga sína víðar og er hluti af rannsókn hollenskra yfirvalda sem hófst árið 2020. 29.4.2023 12:00