Ólýsanleg vonbrigði þegar skipin sigldu fram hjá Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2024 07:01 Bjarni Frímann er einn af skipverjunum tólf sem höfðust við í hrikalegum aðstæðum úti á norður íshafi þegar Stígandi sökk árið1967. Vísir Þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði sökk norður í íshafi árið 1967 voru tólf Íslendingar um borð. Fimm sólarhringar liðu þar til þeirra var saknað og umfangsmikil leit hófst. Í millitíðinni lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. Í nýjasta þætti Útkalls sem frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld, ræðir Óttar Sveinsson við Bjarna Frímann Karlsson, ein skipbrotsmannanna sem lifði af þennan hildarleik. Það var komið fram í lok ágúst þegar Stígandi fórst 180 sjómílur norður af Jan Mayen. Allir skipverjarnir, tólf að tölu, komust í gúmbátinn, en án þess þó að hafa haft talstöðvarsamband, þannig að enginn vissi af slysinu. Sjokkið kom eftir á „Við höfðum tólf tímum áður fengið fullfermi, á miðunum á milli Jan Mayen og Svalbarða,“ rifjar Bjarni Frímann upp en hann var á þessum tíma 18 ára gamall. Bjarni er sonur Karls Sigurbergssonar, skipstjórans á Stíganda. Flestir í áhöfninni voru frá Ólafsfirði en feðganir Bjarni Frímann og Karl voru frá Keflavík. „En um það bil tólf tímum eftir að við leggjum af stað þá er ljóst að eitthvað er að. Skipið lá svo þungt í sjónum og það var kominn sjór inn á staði þar sem ekki átti að vera. Svo slær öllu rafmagni út, af því að það kom sjór inn á rafmagnstöflur, og svona skömmu eftir það drepur aðalvélin á sér. Og þegar hann missir ferðina, þá leggst hann hálfpartinn á hliðina. Þannig að þá var eiginlega ekkert annað í stöðunni en að allir voru ræstir, nema þeir sem höfðu vaknað sjálfir, til að losa allan farm af þilfarinu. Þá var ljóst í hvað stefndi,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að í minningunni hafi hann séð að þarna hafi alvarlegur hlutur verið að eiga sér stað. „Það var einhver svona spenningur í manni, ég var ekki beinlínis hræddur, það kom eiginlega ekki fyrr en eftir á. En þetta var að gerast, það var kannski svona æsingur í öllum." „Svo endaði það með því að báturinn leggst alveg á hliðina og allir fara í gúmmíbátana. Reyndar helmingur, við vorum tólf, helmingurinn var kominn í annan bátinn og þeir bara leystu frá strax, þannig að þá fór að reka skipinu. En kallinn var að reyna að paufast við að reyna að koma tauti við talstöðina, sem hann sá að tækist ekki. Hann sá ekki að neinir vísar væru að stíga á tækjunum.“ Skipstjórann grunaði því strax að enginn hefði heyrt neyðarkallið. „Og svo þegar skipið er komið alveg á hliðina, þá kemur hann í bátinn og ég var nú í honum af því að þetta var faðir minn, skipstjórinn minn og ég vildi vera nálægt honum. Þá leysum við frá rétt áður en skipið sekkur. Svo bara sekkur skipið þarna. Það var svolítið sérstök tilfinning að sjá það. Eftirminnilegt í raun og veru.“ Í þættinum rifjar Bjarni Frímann upp sólarhringana fimm þegar hann hafðist við úti í ísöldum sjónum ásamt hinum í áhöfninni, kaldur, blautur, svangur og aðframkominn.Vísir Jullan var stærsta hjálparhellan Bjarni Frímann segir að í byrjun hafi þeir í áhöfninni raun ekki verið svo hræddir. „Við vorum á siglingaleið og mikil umferð af skipum sem voru að koma af miðunum. Það var töluverð umferð af skipum á þessum slóðum. Þannig að menn voru kannski ekkert óskaplega smeykir, svona til að byrja með. Menn höfðu von um að þetta yrði siglt fram á," segir hann. „Við gátum róið með erfiðismunum þessum bát sem við vorum í, að jullunni, hún var okkar hjálparhella allan tímann, svona alumnium-léttbátur sem hafði verið losaður, og flaut þegar skipið sökk. Þar var utanborðsmótor og bensínlögg og við gátum keyrt að hinum bátnum, sem var kominn nokkra metra frá okkur, hann hafði rekið frá okkur nokkur hundruð metra. Það var óvíst að við hefðum náð honum ef við hefðum ekki haft julluna.“ Hann rifjar upp að flestir úr hópnum urðu strax gífurlega sjóveikir. „Sem var svolítið skrítið, þetta voru allt „ professional" sjómenn, nema ég, ég var bara skólastrákur. Allir urðu sjóveikir og ældu eins og múkkar. En það gekk þó yfir á næsta sólarhring.“ Gífurleg vonbrigði Neyðarvistir voru til staðar en í takmörkuðu magni; tólf dósir með vatni, vítamínkex og þrúgusykursbrjóstsykur. „Kallinn sagði strax að við skyldum fara mjög sparlega með þetta, vegna þess að það var hans meining að enginn hefði heyrt neyðarkallið og við þyrftum að búa okkur undir langa dvöl í bátunum. Þess vegna var ákveðið að skammta mjög naumlega af þessu, svo við gætum tórað þarna í bátunum.“ Mennirnir skiptust á að dvelja í gúmmíbátnum og í jullunni. Tíu voru í gúmmíbátnum hverju sinni og tveir í jullunni. „Okkur var svo kalt. Við lágum allir eins og sardínur í dós og höfðum hita hver af öðrum," rifjar bjarni Frímann upp í þættinum.Vísir Skipverjarnir urðu fyrir þungu áfalli á öðrum degi þegar síldarbátur úr Keflavík sigldi fram hjá þeim án þess að veita þeim athygli. Það leið rúmur sólarhringur þar til þeir sáu bátinn Hamravík úti við sjóndeildarhring og fóru að fylgjast með honum. „Og hann virðist stefna beint á okkur, og allir verða kátir með það. Svo kemur báturinn nær og nær. Þá sést að hann er frekar reikull á stefnunni, stundum er hann að fara á okkur, stundum er eins og hann sé að fara fjær. En hann nálgast og við erum fullvissir um að hann sé búinn að sjá okkur.“ Sjómennirnir kölluðu í átt að skipinu og böðuðu út öllum öngum. Skipstjórinn kveikti á neyðarblysi sem gaf frá sér gulan reyk, og reykstrókurinn stefndi beint í átt að skipinu. En allt kom fyrir ekki. Hamravíkin sýndi enga breytingu á stefnu og sigldi í gegnum þykkt og gult reykskýið. Ekkert benti til að nokkur um borð hefði séð til mannanna í sjónum. „Þetta var svo ótrúlegt, við urðum eiginlega bara orðlausir. Við sunkum niður eins og sprungnar blöðrur. Trúðum varla okkar eigin augum. Svo bara siglir hann sína leið. Vonbrigðin voru ólýsanleg." Eins og sardínur í dós Afráðið var að næst þegar skipverjarnir myndu koma auga á bát sem kæmi í átt að þeim myndu þeir reyna að róa í veg fyrir hann á jullunni. Tæpum hálfum sólarhring síðar sáu þeir bát og fjórir af skipverjunum, þar á meðal Bjarni Frímann, fóru um borð í julluna ásamt skipstjóranum og reru af stað. Þeir reru svo lífróður í veg fyrir bátinn. En án árangurs. „Við róum eins og óðir menn þarna, þvert á stefnuna hjá þessum bát. Það gekk óskaplega hægt, jullan var þung og við vorum máttlausir, vorum búnir að æla öllu og vorum sjóveikir. Þannig að við fórum ekki langt á jullunni. Svo siglir þessi bátur í þónokkri fjarlægð frá okkur þannig að það var eiginlega vonlaust að þeir gætu séð til okkar,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að aftur hafi vonbrigðin verið gífurleg. Nokkrir bátar sigldu framhjá til viðbótar en enginn tók eftir Bjarna Frímanni og hinum sjómönnunum. „Okkur var svo kalt. Við lágum allir eins og sardínur í dós og höfðum hita hver af öðrum. Það hjálpaði mikið. En það var kalt að vera þarna í jullunni í næðingi.“ Hann rifjar upp hvernig stemningin í hópnum varð sífellt verri eftir því sem tíminn leið og mennirnir höfðust við í erfiðum aðstæðum í gúmmíbátnum, svangir og kaldir. Neyðarvistirnar kláruðust nánast alveg. Fyrstu tvo sólarhringana reyndu mennirnir að vera hressir; sögðu brandara og reyndu að halda uppi voninni. „En smám saman fór að draga úr góða skapinu og það fór að taka við svartsýni,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að tveir úr hópnum hafi síðan farið að vera með „leiðindakjaft“ og spiluðu sig sem stóra kalla, sem dró niður móralinn hjá hinum í hópnum. „Þetta var mjög skrítið. En svo sá maður eftir á að líklega voru þeir hræddastir af okkur öllum. Þeir voru að reyna að brynja sig með þessu.“ Heyrðu nið úr fjarska „Á þriðja sólarhring var orðið vonlítið að einhverjir bátar myndu fara fram hjá okkur. Okkur rak nokkuð hratt norðvestur og við vorum komnir úr siglingaleið. Og þá var mórallinn orðinn ansi dapur,“ rifjar Bjarni Frímann upp. Þegar fjórir dagar voru liðnir frá því að báturinn sökk hófst umfangsmikil leit íslenska síldarskipaflotans að Stíganda. Þegar liðnir voru hátt í fimm sólarhringar urðu Bjarni Frímann og félagar hans skyndilega varir við nið úr fjarska sem hækkaði í sífellu. Þeir risu upp í gúmmíbátnum og viti menn: þeir sáu bát nálgast. ,,Við lágum þarna tólf í einni kös á ísköldum og þvölum botni gúmmíbátsins í einhverju móki og draumarugli þegar ég fór að heyra einhvern nið – það var eins og bátur væri að nálgast okkur." „Við sprettum upp og þá var greinilegt að þetta var Snæfuglinn frá Reyðarfirði. Þeir höfðu orðið varir við okkur,“ segir Bjarni Frímann. Síðan birtist annar bátur, sem reyndist vera Seley frá Eskifirði. 12 menn voru um borð þegar Stígandi sökk þennan örlagaríka júlídag árið 1967.Vísir Gríðarlegur fögnuður braust út á bryggjunni á Ólafsfirði þegar komið var með skipbrotsmennina tólf í land. Þeim mætti heljarinnar móttökuathöfn þar sem karlakór söng. Hannes Hafstein, þáverandi formaður Slysavarnasambandsins, hafði barist ötullega fyrir tilurð tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Þessi atburður, þegar Stígandi sökk, var upphafið að tilkynningaskyldunni. „Það var ólýsanlegt að sjá bátana þarna,“ segir Bjarni Frímann þegar hann rifjar upp augnablikið þegar björgunin barst. „Þetta voru eins og stórar borgir þarna, við vorum svo langt niðri,“ segir hann og bætir við: „Þetta var ógleymanleg stund.“ Horfa má á alla þætti Útkalls á sjónvarpsvef Vísis hér fyrir neðan: Þátturinn ásamt síðasta þætti Útkalls verða sýndir á Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 í kvöld. Útkall Fjallabyggð Tengdar fréttir Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Fyrsti þáttur: Flutningaskipið Dísarfell Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. 14. janúar 2024 07:10 Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 11. janúar 2024 13:14 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Í nýjasta þætti Útkalls sem frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld, ræðir Óttar Sveinsson við Bjarna Frímann Karlsson, ein skipbrotsmannanna sem lifði af þennan hildarleik. Það var komið fram í lok ágúst þegar Stígandi fórst 180 sjómílur norður af Jan Mayen. Allir skipverjarnir, tólf að tölu, komust í gúmbátinn, en án þess þó að hafa haft talstöðvarsamband, þannig að enginn vissi af slysinu. Sjokkið kom eftir á „Við höfðum tólf tímum áður fengið fullfermi, á miðunum á milli Jan Mayen og Svalbarða,“ rifjar Bjarni Frímann upp en hann var á þessum tíma 18 ára gamall. Bjarni er sonur Karls Sigurbergssonar, skipstjórans á Stíganda. Flestir í áhöfninni voru frá Ólafsfirði en feðganir Bjarni Frímann og Karl voru frá Keflavík. „En um það bil tólf tímum eftir að við leggjum af stað þá er ljóst að eitthvað er að. Skipið lá svo þungt í sjónum og það var kominn sjór inn á staði þar sem ekki átti að vera. Svo slær öllu rafmagni út, af því að það kom sjór inn á rafmagnstöflur, og svona skömmu eftir það drepur aðalvélin á sér. Og þegar hann missir ferðina, þá leggst hann hálfpartinn á hliðina. Þannig að þá var eiginlega ekkert annað í stöðunni en að allir voru ræstir, nema þeir sem höfðu vaknað sjálfir, til að losa allan farm af þilfarinu. Þá var ljóst í hvað stefndi,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að í minningunni hafi hann séð að þarna hafi alvarlegur hlutur verið að eiga sér stað. „Það var einhver svona spenningur í manni, ég var ekki beinlínis hræddur, það kom eiginlega ekki fyrr en eftir á. En þetta var að gerast, það var kannski svona æsingur í öllum." „Svo endaði það með því að báturinn leggst alveg á hliðina og allir fara í gúmmíbátana. Reyndar helmingur, við vorum tólf, helmingurinn var kominn í annan bátinn og þeir bara leystu frá strax, þannig að þá fór að reka skipinu. En kallinn var að reyna að paufast við að reyna að koma tauti við talstöðina, sem hann sá að tækist ekki. Hann sá ekki að neinir vísar væru að stíga á tækjunum.“ Skipstjórann grunaði því strax að enginn hefði heyrt neyðarkallið. „Og svo þegar skipið er komið alveg á hliðina, þá kemur hann í bátinn og ég var nú í honum af því að þetta var faðir minn, skipstjórinn minn og ég vildi vera nálægt honum. Þá leysum við frá rétt áður en skipið sekkur. Svo bara sekkur skipið þarna. Það var svolítið sérstök tilfinning að sjá það. Eftirminnilegt í raun og veru.“ Í þættinum rifjar Bjarni Frímann upp sólarhringana fimm þegar hann hafðist við úti í ísöldum sjónum ásamt hinum í áhöfninni, kaldur, blautur, svangur og aðframkominn.Vísir Jullan var stærsta hjálparhellan Bjarni Frímann segir að í byrjun hafi þeir í áhöfninni raun ekki verið svo hræddir. „Við vorum á siglingaleið og mikil umferð af skipum sem voru að koma af miðunum. Það var töluverð umferð af skipum á þessum slóðum. Þannig að menn voru kannski ekkert óskaplega smeykir, svona til að byrja með. Menn höfðu von um að þetta yrði siglt fram á," segir hann. „Við gátum róið með erfiðismunum þessum bát sem við vorum í, að jullunni, hún var okkar hjálparhella allan tímann, svona alumnium-léttbátur sem hafði verið losaður, og flaut þegar skipið sökk. Þar var utanborðsmótor og bensínlögg og við gátum keyrt að hinum bátnum, sem var kominn nokkra metra frá okkur, hann hafði rekið frá okkur nokkur hundruð metra. Það var óvíst að við hefðum náð honum ef við hefðum ekki haft julluna.“ Hann rifjar upp að flestir úr hópnum urðu strax gífurlega sjóveikir. „Sem var svolítið skrítið, þetta voru allt „ professional" sjómenn, nema ég, ég var bara skólastrákur. Allir urðu sjóveikir og ældu eins og múkkar. En það gekk þó yfir á næsta sólarhring.“ Gífurleg vonbrigði Neyðarvistir voru til staðar en í takmörkuðu magni; tólf dósir með vatni, vítamínkex og þrúgusykursbrjóstsykur. „Kallinn sagði strax að við skyldum fara mjög sparlega með þetta, vegna þess að það var hans meining að enginn hefði heyrt neyðarkallið og við þyrftum að búa okkur undir langa dvöl í bátunum. Þess vegna var ákveðið að skammta mjög naumlega af þessu, svo við gætum tórað þarna í bátunum.“ Mennirnir skiptust á að dvelja í gúmmíbátnum og í jullunni. Tíu voru í gúmmíbátnum hverju sinni og tveir í jullunni. „Okkur var svo kalt. Við lágum allir eins og sardínur í dós og höfðum hita hver af öðrum," rifjar bjarni Frímann upp í þættinum.Vísir Skipverjarnir urðu fyrir þungu áfalli á öðrum degi þegar síldarbátur úr Keflavík sigldi fram hjá þeim án þess að veita þeim athygli. Það leið rúmur sólarhringur þar til þeir sáu bátinn Hamravík úti við sjóndeildarhring og fóru að fylgjast með honum. „Og hann virðist stefna beint á okkur, og allir verða kátir með það. Svo kemur báturinn nær og nær. Þá sést að hann er frekar reikull á stefnunni, stundum er hann að fara á okkur, stundum er eins og hann sé að fara fjær. En hann nálgast og við erum fullvissir um að hann sé búinn að sjá okkur.“ Sjómennirnir kölluðu í átt að skipinu og böðuðu út öllum öngum. Skipstjórinn kveikti á neyðarblysi sem gaf frá sér gulan reyk, og reykstrókurinn stefndi beint í átt að skipinu. En allt kom fyrir ekki. Hamravíkin sýndi enga breytingu á stefnu og sigldi í gegnum þykkt og gult reykskýið. Ekkert benti til að nokkur um borð hefði séð til mannanna í sjónum. „Þetta var svo ótrúlegt, við urðum eiginlega bara orðlausir. Við sunkum niður eins og sprungnar blöðrur. Trúðum varla okkar eigin augum. Svo bara siglir hann sína leið. Vonbrigðin voru ólýsanleg." Eins og sardínur í dós Afráðið var að næst þegar skipverjarnir myndu koma auga á bát sem kæmi í átt að þeim myndu þeir reyna að róa í veg fyrir hann á jullunni. Tæpum hálfum sólarhring síðar sáu þeir bát og fjórir af skipverjunum, þar á meðal Bjarni Frímann, fóru um borð í julluna ásamt skipstjóranum og reru af stað. Þeir reru svo lífróður í veg fyrir bátinn. En án árangurs. „Við róum eins og óðir menn þarna, þvert á stefnuna hjá þessum bát. Það gekk óskaplega hægt, jullan var þung og við vorum máttlausir, vorum búnir að æla öllu og vorum sjóveikir. Þannig að við fórum ekki langt á jullunni. Svo siglir þessi bátur í þónokkri fjarlægð frá okkur þannig að það var eiginlega vonlaust að þeir gætu séð til okkar,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að aftur hafi vonbrigðin verið gífurleg. Nokkrir bátar sigldu framhjá til viðbótar en enginn tók eftir Bjarna Frímanni og hinum sjómönnunum. „Okkur var svo kalt. Við lágum allir eins og sardínur í dós og höfðum hita hver af öðrum. Það hjálpaði mikið. En það var kalt að vera þarna í jullunni í næðingi.“ Hann rifjar upp hvernig stemningin í hópnum varð sífellt verri eftir því sem tíminn leið og mennirnir höfðust við í erfiðum aðstæðum í gúmmíbátnum, svangir og kaldir. Neyðarvistirnar kláruðust nánast alveg. Fyrstu tvo sólarhringana reyndu mennirnir að vera hressir; sögðu brandara og reyndu að halda uppi voninni. „En smám saman fór að draga úr góða skapinu og það fór að taka við svartsýni,“ segir Bjarni Frímann og bætir við að tveir úr hópnum hafi síðan farið að vera með „leiðindakjaft“ og spiluðu sig sem stóra kalla, sem dró niður móralinn hjá hinum í hópnum. „Þetta var mjög skrítið. En svo sá maður eftir á að líklega voru þeir hræddastir af okkur öllum. Þeir voru að reyna að brynja sig með þessu.“ Heyrðu nið úr fjarska „Á þriðja sólarhring var orðið vonlítið að einhverjir bátar myndu fara fram hjá okkur. Okkur rak nokkuð hratt norðvestur og við vorum komnir úr siglingaleið. Og þá var mórallinn orðinn ansi dapur,“ rifjar Bjarni Frímann upp. Þegar fjórir dagar voru liðnir frá því að báturinn sökk hófst umfangsmikil leit íslenska síldarskipaflotans að Stíganda. Þegar liðnir voru hátt í fimm sólarhringar urðu Bjarni Frímann og félagar hans skyndilega varir við nið úr fjarska sem hækkaði í sífellu. Þeir risu upp í gúmmíbátnum og viti menn: þeir sáu bát nálgast. ,,Við lágum þarna tólf í einni kös á ísköldum og þvölum botni gúmmíbátsins í einhverju móki og draumarugli þegar ég fór að heyra einhvern nið – það var eins og bátur væri að nálgast okkur." „Við sprettum upp og þá var greinilegt að þetta var Snæfuglinn frá Reyðarfirði. Þeir höfðu orðið varir við okkur,“ segir Bjarni Frímann. Síðan birtist annar bátur, sem reyndist vera Seley frá Eskifirði. 12 menn voru um borð þegar Stígandi sökk þennan örlagaríka júlídag árið 1967.Vísir Gríðarlegur fögnuður braust út á bryggjunni á Ólafsfirði þegar komið var með skipbrotsmennina tólf í land. Þeim mætti heljarinnar móttökuathöfn þar sem karlakór söng. Hannes Hafstein, þáverandi formaður Slysavarnasambandsins, hafði barist ötullega fyrir tilurð tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Þessi atburður, þegar Stígandi sökk, var upphafið að tilkynningaskyldunni. „Það var ólýsanlegt að sjá bátana þarna,“ segir Bjarni Frímann þegar hann rifjar upp augnablikið þegar björgunin barst. „Þetta voru eins og stórar borgir þarna, við vorum svo langt niðri,“ segir hann og bætir við: „Þetta var ógleymanleg stund.“ Horfa má á alla þætti Útkalls á sjónvarpsvef Vísis hér fyrir neðan: Þátturinn ásamt síðasta þætti Útkalls verða sýndir á Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 í kvöld.
Útkall Fjallabyggð Tengdar fréttir Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Fyrsti þáttur: Flutningaskipið Dísarfell Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. 14. janúar 2024 07:10 Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 11. janúar 2024 13:14 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01
Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01
Fyrsti þáttur: Flutningaskipið Dísarfell Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. 14. janúar 2024 07:10
Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 11. janúar 2024 13:14