Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi. 27.2.2023 18:00
„Hann var gjörsamlega búinn að berja allt vit úr mér og lífsvilja“ „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hve þetta er ógeðslega erfitt. Endalaust í þessu harki einhvern veginn, vera í morfínfráhvörfum, bara ógeðslega lasin úti í kuldanum.“ 26.2.2023 12:03
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25.2.2023 09:01
Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag. 24.2.2023 12:24
Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar. 24.2.2023 10:40
Brennimerkt eftir uppsögnina og erfitt að sjá gerandanum hampað Katrínu Bryndísardóttur, fyrrverandi kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, var sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Hún var þá nýlega snúin aftur úr veikindaleyfi eftir sviplegt andlát fjórtán ára dóttur. Hún segist hluti af hópi reynslumikilla kvenna á skrifstofu Eflingar sem séu brennimerktar og í mestu vandræðum með að fá vinnu. 23.2.2023 20:03
Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. 23.2.2023 10:03
Hefur aldrei fundið fyrir fordómum „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. 22.2.2023 21:00
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. 22.2.2023 20:01
Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook „Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“ 21.2.2023 21:00