Dóttir Bjarkar gefur út sitt fyrsta sólólag Ísadóra Bjarkardóttir Barney hefur gefið út sinn fyrsta sólólag en lagið ber heitið Bergmál. Ísadóra er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu. 24.1.2023 16:05
Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. 24.1.2023 15:11
„Þetta voru ungir strákar í blóma lífsins“ Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið með íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. 24.1.2023 12:10
Á hægum batavegi eftir að hafa greinst með dularfullt heilkenni Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, var greind með gífurlega sjaldgæft og nánast óþekkt heilkenni fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að því að ná heilsu á ný. Heilkennið er kallað trismus og lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Eins ótrúlega og það hljómar má rekja veikindin til tiltölulega hversdagslegrar aðgerðar: tanntöku. 23.1.2023 21:51
Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. 23.1.2023 21:10
Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22.1.2023 07:00
262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18.1.2023 16:39
Elsti Íslendingurinn er 105 ára Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins. 18.1.2023 15:20
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18.1.2023 13:20
Engin skipulögð leit að Modestas Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. 17.1.2023 18:13