Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 18:17 Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Vísir/Vilhelm Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór. Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór.
Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira