Grunaður um að hafa siglt undir fölsku flaggi á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 20:46 Fram kemur að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Maðurinn er grunaður er um að hafa búið og starfað hér frá árinu 2021 á grundvelli dvalarleyfis á nafni annars manns. Hann er einnig grunaður um skjalafals og peningaþvætti, auk þess að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Sterkar vísbendingar eru uppi um að nokkur fjöldi einstaklinga geti mögulega tengst sakarefni málsins. Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar. Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira