Biskup Íslands tilkynnir starfslok Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun. 1.1.2023 12:37
Margvíslegar verðhækkanir um áramót Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi. 1.1.2023 11:18
„Við erum að kveðja Egil með virktum“ „Ég held að það sé ekkert fyrirtæki á Íslandi sem er búið að vera með sömu röddina í þrjátíu ár að tala fyrir sig,“ segir Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Áramótaauglýsing Toyota, sem sýnd var rétt fyrir Áramótaskaupið í gærkvöldi hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og segja má að auglýsingin marki ákveðin tímamót. 1.1.2023 11:05
„Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1.1.2023 09:07
Árásarþolinn endaði sjálfur í fangageymslu Um tvö leytið í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í miðborginni. Árásaraðilinn var handtekinn á vettvangi, en þá reyndi árásarþolinn að frelsa hinn handtekna og var þá sjálfur handtekinn. 1.1.2023 08:39
Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“ „Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt. 30.12.2022 13:07
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30.12.2022 11:46
Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27.12.2022 18:16
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27.12.2022 15:05
„Sófinn er notalegri en skaflinn“ Í ljósi atburða undanfarinna daga vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja alla til að huga vel að útbúnaði bifreiða sinna. 27.12.2022 13:57