Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór

Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins.

Innkalla grísahakk vegna beinflísa

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hefur Stjörnugrís ákveðið að taka úr sölu og innkalla Grísahakk frá Stjörnugrís.

Dúx Flens­borgar­skólans með 9,87 í ein­kunn

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi.

„Ég fór í fangelsi frjáls maður“

Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar.

HS Orka eykur fram­leiðslu­getu á Reykja­nesi

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

Verðhækkanir hjá Póstinum um áramótin

Þann 1. janúar 2023 mun Pósturinn breyta verði á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verðhækkunin er til komin vegna aukins flutningskostnaðar, svo sem vegna launa og eldsneytis.

Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri iCert

Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iCert. Sigurður tekur við starfinu af Jóni Karlssyni. Jón starfar áfram hjá félaginu og sinnir starfi vottunarstjóra.

Sjá meira