Réðst á barnsmóður og 28 daga gamalt barn sitt: „Hræðilegt að sjá hana“ Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar og barnsmóður og 28 daga gamallar dóttur þeirra. Fram kemur í dómnum að konan hafi sætt margvíslegu ofbeldi af hálfu mannsins um langt skeið og þá hafi maðurinn haldið áfram að ásækja hana eftir að umrædd árás átti sér stað. 12.12.2022 11:54
„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. 9.12.2022 21:23
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. 9.12.2022 20:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9.12.2022 18:09
Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. 9.12.2022 17:31
„Konur þurfa að leggja meira á sig til að ná langt í starfi“ „Það sem kom mér helst á óvart var hvað viðmælendurnir upplifðu vinnustaðamenningu á svipaðan hátt. Þær lýstu allar óþarfa athugasemdum frá karlkyns samstarfsfélögum ásamt því að tala um að það væri erfiðara fyrir konur að ná lengra í sínum starfsframa,“ segir Birna Dís Bergsdóttir í samtali við Vísi en í tengslum við BA verkefni sitt í Uppeldis-og menntunarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði hún upplifun íslenskra mæðra á framabraut af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann. 8.12.2022 23:15
„Náttúran nýtur ekki vafans“ Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. 8.12.2022 21:19
Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. 8.12.2022 20:01
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8.12.2022 18:55
Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. 8.12.2022 17:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent