„Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 08:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira