Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26.2.2020 14:40
Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25.2.2020 19:00
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18.2.2020 20:15
Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. 18.2.2020 19:00
Fötluðum dreng vísað úr skammtímavistun og neitað um skólavist Byggðasamlag Vestfjarða braut með margvíslegum hætti á réttindum fatlaðs drengs þegar Ísafjarðarbær vísaði honum úr skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. 17.2.2020 18:30
Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16.2.2020 19:00
Allir sem unnu að braggaverkefninu hjá borginni hættir Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. 16.2.2020 13:19
Búin að missa allt traust á þjónustu við fatlaða dóttur sína Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. 15.2.2020 19:00
Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15.2.2020 12:00
Boðað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar hefst á miðnætti annað kvöld Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld. 15.2.2020 12:00