Mikill samdráttur í ferðaþjónustu í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 20:30 Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að algjört tekjufall hafi orðið í sumar. Stöð 2 Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02
Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30