fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“

Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.

Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast

Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag.

Tveir lífeyrissjóðir fá tilmæli frá Neytendastofu vegna framsetningar á markaðsefni

Neytendastofa hefur sent tveimur lífeyrissjóðum tilmæli um að þeir gæti að að framsetningu fullyrðinga í markaðsefni sínu þannig að hún sé ekki villandi fyrir neytendur. Stofnunin ákvað síðasta sumar að kanna auglýsingar hjá sjóðunum eftir að í þeir höfðu auglýst að þeir hefði fengið verðlaun fyrir að vera bestir.

Sjá meira