Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum. vísir Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira