Lögregla í eftirlitsferð slökkti eld í heimahúsi Eldur kom upp í húsi á Ísafirði í nótt. Lögreglumenn í eftirlitsferð urðu varir við mikinn reyk sem lagði frá húsinu og ræstu út slökkvilið. Í ljós kom að eldur logaði í sólpalli og í timburklæðningu hússins. 19.4.2019 10:44
Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. 18.4.2019 21:30
Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. 18.4.2019 19:15
Segir nýtt áhættumat ekki taka afstöðu til einangrunar hunda Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktarfélag Íslands lét gera að sögn fræðslustjóra Matvælastofnunar. 18.4.2019 15:00
Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. 18.4.2019 14:00
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17.4.2019 22:03
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17.4.2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17.4.2019 13:00
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16.4.2019 19:15
Netárásir nánast óhjákvæmilegar og því þurfi fræðslu og viðbragðsáætlun Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári. Fyrirtæki þurfi að hafa viðbragðsáætlanir því slíkir glæpir séu nánast óumflýjanlegir segir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis Besta forvörnin gegn þeim sé að fræða starfsfólk. 9.4.2019 13:30