Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 18:30 Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“