Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:15 Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli. Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli.
Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45