Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23.1.2019 13:09
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23.1.2019 12:00
Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15.1.2019 13:00
Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Afar mikilvægt er að bæta skólphreinsun hér á landi að mati Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir frekari plastmengun. Í nýlegum rannsóknum fannst plast í sjö af hverjum tíu fýlum og allt að helmingi kræklings. 14.1.2019 19:00
Byltingarkennd meðferð við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata. 13.1.2019 21:00
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13.1.2019 19:00
Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13.1.2019 12:30
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki útilokað veggjöld að sögn borgarstjóra Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki útilokað veggjöld í höfuðborginni og fær kynningu á útfærslu þeirra í næstu viku að sögn borgarstjóra. Nauðsynlegt sé að fá fjármagn í níutíu milljarða uppbyggingu á stofnbrautum og Borgarlínu í borginni. 12.1.2019 18:38
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12.1.2019 18:35
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12.1.2019 12:16