Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28