fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þingmenn fá núvitundarþjálfun

Breskir þingmenn og starfsfólk hafa fengið þjálfun í núvitund á síðastliðnum árum. Í framhaldinu hefur hugleiðsluaðferðin verið innleidd í breska mennta-heilbrigðis-og réttarvörslukerfinu með góðum árangri að sögn formanns nefndar í breska þinginu um núvitund. Þingmenn og borgarráð fengu kynningu um aðferðina í dag.

Lóðafermetrinn á 45.000 krónur

Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg.

Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum

Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar.

Samþjöppun í ferðaþjónustu framundan

Prófessor við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort ferðaþjónusta verði fórnarlamb eigin velgengni eða takist að laga sig að breyttum aðstæðum.

Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af

Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum.

Raforkuþörfin mun meiri en áður hafði verði gert ráð fyrir

Endurreiknuð spá um raforkuþörf á Íslandi til ársins tvö þúsund og fimmtíu gerir ráð fyrir mun meiri raforku en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni mun afhending aukast um áttatíu prósent á næstu þrjátíu árum eða sem nemur þremur Blönduvirkjunum.

Sjá meira