fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur

Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum.

Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg

Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi.

Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst

Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi.

Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups

Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi.

Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér

Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma.

Sjá meira