Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. 4.8.2018 12:30
Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2.8.2018 19:00
Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. 2.8.2018 13:17
Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í, að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. 1.8.2018 19:00
Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. 29.7.2018 22:03
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29.7.2018 19:00
Evrópskur sumarhiti í borginni Um tvöleytið komu fyrstu rigningardroparnir en úrhellirigningu er spáð klukkan 18. 29.7.2018 15:00
Aldrei fleiri gist í Hallormsstaðaskógi Íslendingar eru um 70-90 prósent gesta á svæðinu. 29.7.2018 12:34
Verðhækkanir og uppsagnir í kortunum verði launahækkanir of miklar Formaður Samtaka iðnaðarins telur verðhækkanir í kortunum á næstu misserum og afar lítið svigrúm til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þrátt fyrir góðæri hafi framleiðslufyrirtæki þurft að hagræða hjá sér og segja upp fólki. 28.7.2018 19:00
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28.7.2018 13:18