Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:00 Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira