Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4.7.2018 18:45
Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3.7.2018 18:33
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2.7.2018 19:00
Margverðlaunaðir lífeyrissjóðir ekki með bestu ávöxtunina Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri. 28.6.2018 19:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28.6.2018 12:00
Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27.6.2018 18:39
Þúsundir á Álfahátíð í Hafnarfirði Álfahátíð í Hellisgerði var haldin í annað sinn í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag. Garðurinn var fullur af álfum enda sérstaklega tengdur þeim í áranna rás. Mikill fjöldi tók þátt og skemmti sér yfir söng og leik frá klukkan 14-16. 24.6.2018 19:00
Náði bata um leið og hún tók nýtt lyf við astma Kona sem glímdi við alvarlegan astma í aldarfjórðung náði bata um leið og þegar hún byrjaði að taka nýtt lyf fyrir nokkrum mánuðum. Hún vonar að fleiri astmasjúklingar fái notið lyfsins en nú þarf sérstaka undanþágu til að fá það. 24.6.2018 19:00
Eitt stærsta nýsköpunarverkefni á húsnæðismarkaði Yfir fimmhundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verða byggðar á átta framkvæmdareitum í borginni á næstu misserum. Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum um uppbygginguna sem er eitt stærsta nýsköpunarverkefni sem borgin hefur ráðist í. 24.6.2018 13:02
Gongslökun í takt við sjávarnið Gongspilarar mættu á ylströndina í Nauthólsvík í morgun og spiluðu slakandi tóna fyrir gesti sem nutu sín í heitum potti. 23.6.2018 20:00