fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum

Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi.

Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana

Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á fundi með sér og ákveður eftir þá hvort þörf sé á að ríkistjórnin bregðist sérstaklega við.

Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana

Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.

Gríðarlegar hækkanir á leigu við endurnýjun samninga

Dæmi eru um að fasteignafélög tilkynni leigjendum um tugi prósenta hækkun á leigu við endurnýjun samninga. Lögmaður Neytendasamtakanna segir að afar miklar hækkanir hafi orðið á leigu síðustu ár og fólk þurfi stundum að flytja vegna þeirra.

Sjá meira