Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. 19.4.2021 19:28
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19.4.2021 11:29
„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. 16.4.2021 20:31
Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. 16.4.2021 12:06
Færri þurft að leggjast inn á spítala en gert var ráð fyrir er breska afbrigðið greindist Mun færri hafa verið lagðir inn á spítala hér á landi undanfarnar vikur vegna Covid-19 en gert var ráð fyrir. Breska afbrigði veirunnar virðist ekki hafa reynst eins hættulegt og óttast var. Landlæknir segir að Covid- göngudeild sé alltaf að eflast. 15.4.2021 20:00
Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. 15.4.2021 18:31
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15.4.2021 12:01
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14.4.2021 18:54
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14.4.2021 12:28
Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. 9.4.2021 21:00