„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Hnífaárásin átti sér stað á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn. Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn.
Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent